HSK mótið í tvímenning 2016

fimmtudagur, 7. janúar 2016

Hið árlega HSK mót í tvímenning verður haldið hjá Bridgefélagi Selfoss fimmtudaginn 7. janúar nk. Athugið að spilamennska hefst kl. 18:00 og spilað er í Selinu á íþróttarvallarsvæðinu. Spiluð verða 44 spil og er mótið silfurstigamót. Þeir spilarar sem eru skráðir í ungmennafélög á svæði HSK á Suðurlandi spila til verðlauna í HSK mótinu, en aðrir spila um silfurstigin. Skráningu á mótið er lokið núna þegar þetta er skrifað (7. jan. kl. 10:00) þar sem húspláss leyfir ekki fleiri pör í mótinu. Skráð pör má sjá á þessari síðu: http://bokun.netberg.is/bridgeselfoss/?motshow=100

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar