Tveggja kvölda Vortvímenningur hófst hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Ísak Örn Sigurðsson og Gunnlaugur Karlsson fengu 62% skor og hafa góða forystu á næstu pör.
Síðasta keppni þessa vetrar hjá Bridgefélagi Kópavogs er tveggja kvölda Vortvimenningur þar sem spiluð verða tvö monrad-kvöld og ekki nauðsynlegt að mæta bæði kvöldin.
Davíðsmótið var haldið í dag í Tjarnarlundi í Saurbæ til heiðurs Davíð Stefánssyni frá Saurhóli þar í sveit, en hann lést nú í vetur. Fimmtán pör mættu og spiluðu sér til gamans og þáðu frábærar veitingar í kaffihléinu.
Að kvöldi síðasta vetrardags streymdu spilarar úr öllum landshornum á Selfoss til að spila þar í einhverri lokakeppni og, að því er virtist, ekki síður til að ræða um hver eigi að greiða kostnaðinn við mótshaldið.
Impamóti Bakarameistarans lauk í kvöld með sigri Árna Más Björnssonar og Leifs Kristjánssonar með aðstoð frá Guðmundi Grétarssyni síðasta kvöldið.
Einkvölda tvímenningur í kvöld í Hafnarfirðinum. Hefst klukkan 19:00 að venju. Stjórnin.
Annað kvöldið af þremur í Impamóti Bakarameistarans var spilað í kvöld og tóku Árni Már Björnsson og Leifur Kristjánsson afgerandi forystu með 62 impa í plús.
Nú er vorið á næsta leiti og ekki síst undir Eyjafjöllum þar sem heimavöllur okkar Rangæinga er staðsettur að Heimalandi.
Fimmtudaginn 16. apríl verður 1 kvölds tvímenningur, sem jafnframt er lokamót félagsins þennan veturinn.
Næsta fimmtudag heldur Impamót Bakarameistarans áfram hjá Bridgefélagi Kóopavogs og þá geta ný pör komið inn. Verið er að skoða á hvaða skori ný pör koma inn og verður það kynnt í upphafi spilamennsku á fimmtudaginn.
Impamót Bakarameistarans hófst í kvöld og er þetta þriggja kvölda butlet-tvímenningur. Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson urðu efst með eins impa mun.
Sl. þriðjudag settust menn, og báðar stelpurnar, að spilum á Heimalandi og léku 4. og næstsíðustu umferð í Samverkstvímenningnum. Til leiks mættu 14 pör.
Öll spil, úrslit og RAUNSTAÐA
Að neðan er hlekkur á stöðuna: PÁSKAMÓT BH
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar