Rangæingar -- Varmahlíðarvinir!

miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Þá er sveitakeppni félagsins lokið og ljóst að flestum, nema þá helst Moldnúpsmönnum, er einkar hlýtt til Varmahlíðar og þvældust lítið fyrir þeim á sigurbraut þeirra.   Varmahlíðarvinir unnu sveitakeppnina næsta örugglega.  Innilega til hamingju kæru vinir og að öllu gamni slepptu spiluðu þeir feikna vel þetta mót og eru afar vel að sigrinum komnir!   Það verður klárlega fljölmennt í næsta vinafagnaði í Varmahlíð! Innilega til hamingju kæru vinir!!!

Sigurður og Torfi komu sjálfum sér skemmtilega á óvart og enduðu efstir í Butlernum en Diddi og Torfi Varmahlíðarvinir urðu í 2. sæti.

Skáldið biður fyrir kveðjur og bað mig að nefna að Grundargæjar urðu þriðju í sveitakeppninni og hófst lokahóf hjá þeim strax að lokinni spilamennsku í gær og því er engin visa í þetta sinn. 

Úrslit í sveitakeppninni má sjá hér.  Úrslit Butlers og spil úr fyrri hálfleik hér og þess seinni hér.  Endanleg úrslit úr Butlernum eru svo hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar