Rangæingar -- "mátuðu tær við hæla"!

miðvikudagur, 7. janúar 2015

Sl. þriðjudagskvöld kom rjómi spilara úr Rangárþingi saman að Heimalandi til að spila TOPP16 einmenninginn en í honum öðlast þátttökurétt 16 stigahæstu spilarar síðasta vetrar.

Menn og kona voru kát, svona í lok jólahátíðar og á einstaka manni mátti greina meiri velsæld en  hafði verið fyrir jól. Silla okkar er hins vegar alltaf jafn flott!   Hófst svo leikurinn en fljótt var ljóst hvert stefndi.   Kær vinur okkar allra, og raunar frændi okkar flestra, Kalli á Grund tók strax forystu og hélt henni nær óslitið út mótið.   Þegar yfir lauk endaði hann með 113 stig, eða 62,8% skor. Innilega til hamingju kæri vinur!!  Meistari fyrra árs, Tottenhamtröllið ógurlega, kom næstur í mark, með 58,9% skor og þriðji varð Eyþór með 56,7% skor, eftir mikinn endasprett.  

Kalla vildi ekki gera mikið úr sigrinum en taldi þó skýringuna geta legið í því að hann hefði haft það umfram aðra keppendur að vera alltaf með góðan makker!  Hirðskáldið hafði þó aðrar skýringar á afrekinu:

Þroskuð sagna þanin taug

og þannig frá við greinum:

Að gegnum kvöldið Karlinn flaug,

á kostum snilldar einum.

....og skáldið bætti svo við eftir fekari greiningu:   

Karl af öðrum köllum ber

og Kalla má þannig hæla,

að meistararnir margir hér,

mátuðu tær við hæla.

Úrsltin og spilin má svo sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar