Sumarbridge eldri borgara: 27 pör spiluðu tvímenning 10. júlí

fimmtudagur, 10. júlí 2014

Guðmundur Sigursteinsson og Auðunn R. Guðmundsson unnu 27 para tvímenning með 61,4%. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Jóhann Benediktsson með 60,8% og í þriðja sæti voru Guðlaugur Nielsen og Pétur Antonsson með 59,9%.

Sumarbridge eldri borgara er spilaður á þriðjudögum og fimmtudögum í húsnæði BSÍ að Síðumúla 37, 3ju hæð. Spilamennska byrjar kl. 13:00 og er keppnisgjald 500 kr á spilara og er kaffi innifalið.  Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson.

Heimasíða Sumarbridge eldri borgara

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar