Rangæingar -- Tottenhamtröllið og Gylfi

miðvikudagur, 26. mars 2014

Sl. þriðjudag kom að vanda saman fríður hópur fólks til að leika sér í 3. umferð í Samverkstvímenningsins.  Gylfi Sigurðsson fór mikinn í liði Tottenham sl. sunnudag en Tottenhamtröllið okkar átti ekki síður stórleik í 3ju umferðinni með okkar Bergi, okkar ástsæla formanni.   Þeir félagshyggju- og Framsóknarforkólfarnir komu í mark á einkar glæsilegu skori, 68,5%, talsvert langt á undan næstu mönnum.  

Prestakallarnir eru hins vegar efstir í heildina, þegar 3 kvöldum af 5 er lokið.   Eru með samanlagt skor upp á 178,6% og eru til alls líklegir í mótinu, enda báðir hörkuspilarar.  

Aðrir urðu neðar þetta kvöldið og eru líka neðar í töflunni eftir 3 kvöld.

Úrslit og spil 3ju umferðar má sjá hér og stöðuna í tvímenningnum eftir 3 kvöld hér 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar