Sveit Gunnars Björns Suðurlandsmeistarar

sunnudagur, 12. janúar 2014

Suðurlandsmótið í sveitakeppni árið 2014 var haldið helgina 11. - 12. janúar á Selfossi. Í mótinu spiluðu 8 sveitir. Suðurlandsmeistarar varð sveit Gunnars Björns, en hana skipuðu auk Gunnars Björns Helgasonar fyrirliða þeir Magnús E. Magnússon, Ómar Olgeirsson, Ragnar Magnússon, Sigurður Vilhjálmsson og Júlíus Sigurjónsson. Í öðru sæti varð sveit Miðvikudagsklúbbsins og í þriðja sæti varð sveit TM Selfossi. Spilað var um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni 2014, og þar sem Miðvikudagsklúbburinn spilaði ekki um þann rétt, þá unnu sveitir Rangæinga og Flóamanna sér rétt til að spila þar auk sveita Gunnars Björns og TM Selfossi. Heimasíða mótsins er hér, en þar má finna butlerútreikning, úrslit allra leikja auk spilagjafar og skorkorta allra para úr öllum leikjum. Mótinu stýrði Ólafur Steinason og Jón Sigurðsson var til aðstoðar.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar