Rangæingar -- Tottenhamtröllið tók TOPP16

miðvikudagur, 8. janúar 2014

Eins og undanfarin ár hefjum við Rangæingar vorvertíðina á TOPP16 einmenningnum.   Í honum fá þátttökurétt 16 bronsstigahæstu spilarar félagsins veturinn áður.   Sláturhúsið á Hellu hf. styður myndarlega við einmenninginn og gefur öllum þátttakendum í honum saltkjötssoðningu, auk þess sem fyrirtækið gaf á sínum tíma farandbikarinn sem um er keppt.

Eins og menn, og einstaka konur, vita hefur Tottenham ekki gengið vel í enska boltanum á þessari leiktíð, þrátt fyrir að Bale-auðurinn hafi óspart verið notaður til leikmannakaupa sl. sumar.   Það hefur því verið þungt í Tottenhamtröllinu þennan veturinn.  En það breyttist í gær því Friðrik kom sá og sigraði einmenninginn, ólíkt félögum sínum í Spurs sem bara hafa komið og séð en lítið sigrað.  Kappinn kom í mark með 115 stig (63,9% skor).  Næstur varð Eyþór allsherjargoði með 108 (60,0% skor) og þriðji varð slátrarinn sjálfur með 107 (59,4% skor).

Innilega til hamingju með sigurinn!!!!

Úrslitin og spilin má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar