Rangæingar - Sígandi lukka

miðvikudagur, 15. janúar 2014

Sl. þriðjdagskvöld komu Rangæingar saman á Heimalandi og til stóð að hefja sveitakeppni félagsins með sjö sveitum.   Kom þá í ljós að fleiri höfðu hug á að vera með og áttunda sveitin var í burðarliðnum.   Sveitakeppninni var því frestað um eina viku en í staðinn spilaður eins kvölds Howell tvímenningur með þeim 14 pörum sem mætt voru til leiks.

Eftir rólega byrjun, og um margt verðskuldaða vist neðarlega á stigatöflunni framan af kvöldi, hrukku slátrarinn og skipstjórinn óvænt í gang og skoruðu grimmt.   Þegar upp var staðið munaði einungis einu stigi á þeim og Skógabændum.   Sigurður og Torfi nældu í 204 stig (65,4% skor) en Jói og Siggi 203 (65,1% skor).   Örn III endaði svo þriðji að vanda, í þetta sinn með golfguttann með sér, með 170 (54,5% skor).

Úrslit og spil má sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar