Rangæingar -- Hrunamenn heimsóttir
Rangæingar og Hrunamenn hafa um árabil mæst við bridgeborðið í nóvembermánuði og reynt með sé í íþróttinni. Rangæingar hafa heldur haft undirtökin síðustu ár og hefur farandbikarinn því haft vetursetu í Rangárþingi.
Í gærkvöldi öxluðu Rangæingar spil sín og sagnbakka og skunduðu á Flúðir. 13 pör lögðu af stað úr Rangárþingi og hittu fyrir 13 pör Hrunamanna. Í stað hefðbundinnar sveitakeppni var nú bryddað upp á þeirri nýjung að spila tvímenning þar sem 16 eftstu sætin gáfu stig inn í keppni félaganna, þannig að fyrsta sætið gaf 16 stig, annað sætið 15, það þriðja 14 og svo koll af kolli niður í 16. sætið sem gaf 1 stig.
Leikar fóru þannig að Rangæingar skoruðu 99 stig en Hrunamenn 37. Úrslit tvímenningsins og spilin má sjá hér
Við Rangæingar þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og skemmtilega keppni.