SuperSub-impamótið að hefjast í Kópavogi

þriðjudagur, 8. október 2013

Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er SuperSub-impamótið. Um er að ræða þriggja kvölda Butlertvímenning sem hefst fimmtudaginn 10 október kl. 19:00 og er skráning á staðnum eða hjá Jörundi s. 699-1176. Spilaðar verða sjö umferðir með fjórum spilum, alls 28 spil hvert kvöld.

Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, að Fannborg 8 aftan við Landsbankann við Hamraborg.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar