Rangæingar --- Þetta kallar á stöku!

miðvikudagur, 9. október 2013

Sl. þriðjudag mættu 15 pör til leiks á öðru spilakvöldi vetrarins.    Sólbrúnir, en líklega seint sagt sætir, mættu Jói vert og Siggi Skógabóndi vel stemmdir til leiks, eftir að hafa sleppt byrjunarhæðinni (fyrsta kvöldinu).   Lögðu strákana og stelpurnar auðveldlega að velli og unnu með yfirburða skori, 63,9%.   Þeir síkátu Selfyssingar, Garðar og Billi, urðu í öðru sæti með 56,8% skor en Örn III og Birgir III, urðu svo aftur í 3ja sæti, nú með 54,2% skor.    Vel gert piltar!   Af tillitssemi við spilastjóra verður þess ekki getið hér í hvaða sæti hann lenti en áhugasamir geta séð öll úrslit og spil hér

Þar sem þeir félagar, Jói og Siggi, stóðu brosandi upp frá borðinu eftir síðustu setuna heyrðist Jói hvísla að Sigga:

Kröftugur og fær í flest

finnst af öðrum bera

Ennþá finnst mér allra best

ofaná að vera!!

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar