Rangæingar -- Sundmaðurinn á flugsundi
Sl. þriðjudagskvöld mættu 10 pör til leiks á Heimaland og spiluðu 28 spil í 7 umferðum, Monrad. Sundmaðurinn ógurlegi Magnús Halldórsson hefur farið mikinn undanfarið og er kominn á toppinn í Meistarakeppni félagsins eftir að þeir félagar, Magnús og Sigurjón Pálsson, deildu 1. sætinu í gær með bankastjórunum, Torfa og Sigurði, á 57,6% skori. Að vanda varð Örn Hauksson í 3. sæti en með Birni Dúasyni í þetta sinn. Þeir félagar enduðu með 52,7% skor. Í 4. sæti endaði svo Eiríkur óðalsbóndi, sem loks hafði endurheimt Sillu sína úr meiðslum, þau enduðu með 52,2% skor.
Blautverðlaun voru veitt þetta kvöld og dreift nokkuð um stigatöfluna.
Úrslitin að öðru leyti og spilin má sjá hér