Rangæingar -- ...og spilin eru komin upp!

föstudagur, 4. október 2013

Fagnaðarfundir urðu á Heimalandi sl. þriðjudagskvöld, þegar við Rangæingar tókum fram spilin á nýjan leik.    Menn og konur komu auðvitað mis vel undan vetri og engir betur en prestakallarnir sem sýndu lipra takta.   Svifu þeir félagar tindilfættir um salinn, ferskir eftir sumarið, og luku leik með 60,0% skor, sjónarmun á undan Möggunum margreyndu sem luku leik á 58,6% skori.    í 3. sæti urðu svo neftóbakskarlarnir Birgir og Örn með 57,9% skor. 

 Úrslit kvöldsins og spilin má svo sjá hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar