Bridgefélag Selfoss: Þröstur og Ólafur efstir í jöfnu Suðurgarðsmóti

föstudagur, 4. október 2013

Fyrsta mót vetrarins hjá Bridgefélagi Selfoss hófst 3. okt. sl. en mótið nefnist Suðurgarðsmótið. Það mættu 13 pör til leiks, og spiluðu Howell tvímenning, allir við alla með 2 spilum á milli para.

Efstir eru Þröstur Árnason og Ólafur Steinason með 59,6% skor, en á hæla þeirra koma jafnir Anton og Pétur Hartmannssynir ásamt Guðmundir Þór Gunnarssyni og Birni Snorrasyni með 59,2% skor. Síðan koma í 4. sæti Kristján Már Gunnarsson og Vilhjálmur Þór Pálsson með 58,8% skor. Öll úrslit og spilagjöf má finna á þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar