Miðvikudagsklúbburinn: Eðvarð og Magnús unnu síðasta kvöldið!
föstudagur, 17. maí 2013
Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson unnu síðasta spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins með 59,8% skor. Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartmarsson enduðu í 2. sæti með 58,8% og í 3ja sæti voru Anna Jónsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir.
Það var dregið í Madeira leiknum og voru allir sem höfðu mætt 8 sinnum eða oftar í spilamennsku eftir áramót í pottinum.
Elín Ásbjörnsdóttir og Hafliði Baldursson voru dregin út og óskar Miðvikudagsklúbburinn þeim góðrar ferðar ef þau ákveða að nýta sér vinninginn!