Kópavogur-Klakksvík tvímenningur
sunnudagur, 5. maí 2013
Nú um helgina kom góður hópur fólks frá Klakksvík í Færeyjum í helgarferð til Íslands. Klakksvík er gamall vinabær Kópavogs og hafa samskipti bridgefélaga bæjanna staðið yfir allt frá 1968. Í gærkvöldi var spilaður Mitchell tvímenningur á 11 borðum í Síðumúla 37 og þó færeysku pörin hafi ekki verið mörg höfðu þau mjög gaman af enda leikurinn eingöngu til þess gerður. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópoavogs.