Júlíus og Eiður efstir á lokakvöldi Bridgefélags Kópavogs
föstudagur, 3. maí 2013
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sextán pör spiluðu Mitchell-tvímenning og urðu feðgarnir Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson efstir. Öll úrslit og spilin má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Stjórn Bridgefélag Kópavogs þakkar öllum sem spilað hafa hjá félaginu fyrir frábærar samverustundir í vetur og hlakkar til að sjá ykkur aftur í haust.