Árshátíð kvenna: Anna og Guðrún unnu með 64% skor
laugardagur, 4. maí 2013
102 konur tóku þátt í árshátíð kvenna 2013 sem fór fram á Hótel Grand laugardaginn 4. maí. Spiluð voru 32 spil og stóðu Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir uppi sem sigurvegarar með 64% skor. Í 2. sæti voru Bryndís Þorsteinsdóttir og María Haraldsdóttir með 60,7% og í 3ja sæti voru Hjördís Sigurjónsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir með 60,5%.