Topp 16 meistarinn árið 2013 er Óttar I. Oddsson eftir harða baráttu við Víði Jónsson. Heildarstaðan Sumarbridge er í fullum gangi og hér má sjá úrslitin en síðast unnu Reynir og Frímann eftir harða baráttu við Valmar og Pétur Guðjóns.
Þá er Sumarbridge hafið og úrslit fyrsta kvöldið má sjá hér
Leifur Aðalsteinsson og Guðmundur Ágústsson unnu 32 para tvímenning með 65,2% skor. Jafnir í 2. sæti voru Sigurður Steingrímsson og Kristinn Kristinsson og Brynjar Jónsson og Ingvar Hilmarsson með 56,6%.
Kæru félagar Helgina 7. - 9. júní verður 3. Landsmót UMFÍ 50 + haldið í Vík í Mýrdal.
Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn föstudaginn 24 maí kl. 20:00 að Fjallalind 7, heima hjá Þorsteini Berg.
Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson unnu fyrsta spilakvöld Sumarbridge 2013 með 62,2% skor. Í 2. sæti voru Erla Sigurjónsdóttir og Guðni Ingvarsson með 57,9% og í 3ja sæti Jón Hákon Jónsson og Guðmundur Skúlason með 56,7%.
Bridgefélag Akureyrar var að fá afhentar Bridgemate tölvur frá BSÍ og upplagt var að taka prufukeyrslu með 8 manna heimaeinmenning. Eftir kerfið var komið í gang með hjálp Svenna þá gekk mótið smurt og þeir nafnar urðu jafnir og efstir eftir harða baráttu og mörg sveifluspil.
Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson unnu síðasta spilakvöld Miðvikudagsklúbbsins með 59,8% skor. Halldór Þorvaldsson og Baldur Bjartmarsson enduðu í 2. sæti með 58,8% og í 3ja sæti voru Anna Jónsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir.
Í sumar verða spilaðir eins kvölds tvímenningar í allt sumar á þriðjudögum kl 19:30 og um að gera að halda sér aðeins við. Topp 16 einmenningur verður spilaður föstudaginn 24.maí kl 18 og vegna fjarvista verður aðalfundur ekki haldinn fyrr en þriðjudaginn 4.júní.
Úrslit einmenningsins. 1. Jón Baldursson = 171 stig 2. Ómar Olgeirsson = 170 stig 3. Kjartan Ásmundsson = 169 stig 4.
Nú um helgina kom góður hópur fólks frá Klakksvík í Færeyjum í helgarferð til Íslands. Klakksvík er gamall vinabær Kópavogs og hafa samskipti bridgefélaga bæjanna staðið yfir allt frá 1968. Í gærkvöldi var spilaður Mitchell tvímenningur á 11 borðum í Síðumúla 37 og þó færeysku pörin hafi ekki verið mörg höfðu þau mjög gaman af enda leikurinn eingöngu til þess gerður.
102 konur tóku þátt í árshátíð kvenna 2013 sem fór fram á Hótel Grand laugardaginn 4. maí. Spiluð voru 32 spil og stóðu Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir uppi sem sigurvegarar með 64% skor.
Nú líður senn að lokum spilaársins hjá BR. Stjórn félagsins hefur ákveðið að aðalfundurinn verði þriðjudagskvöldið 14. maí. Sama kvöld og félagið spilar einmenning.
Júlíus Snorrason er Bronsstiameistari Bridgefélags Kópavogs veturinn 2012-2013. Sonur hans Eiður er í öðru sæti 20 stigum á eftir sem helgast af því að hann missti af einu spilakvöldi á haustmánuðum en faðirinn lét ekki deigan síga má meðan.
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Sextán pör spiluðu Mitchell-tvímenning og urðu feðgarnir Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson efstir.
Eftir langa og stranga baráttu 20 para þann 1.maí á Dalvík höfðu Guðmundur Halldórsson og Magnús E. Magnússon sigur. Næst á eftir fylgdu Frímann og Reynir og svo Gylfi og Helgi.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar