Síðasta spilakvöld vetrarins í Kópavogi
þriðjudagur, 30. apríl 2013
Síðasta spilakvöld vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs verður fimmtudaginn 02 maí kl. 19:00. Þá verður spilaður Howell eða Mitchell tvímenningur sem fer eftir borðafjölda. Verðlaun verða fyrir efsta sætið. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8.
Þetta kvöld verður ennig verðlaunaafhending fyrir þau mót sem spiluð voru eftir áramót. Einnig verður krýndur Bronsstigameistari vetrarins.
Aðalfundur Bridgefélags Kópavogs verður haldinn föstudaginn 24 maí kl. 20:00 að Fjallalind 7, heima hjá Þorsteini Berg. Venjuleg aðalfundarstörf.