Rangæingar -- Björninn er bestur, langbestur!

fimmtudagur, 18. apríl 2013

Þann 16. apríl sl. var leikin 5. og síðasta umferð í Aðaltvímenning félagsins (Samverkstvímenningnum).   13 pör mættu til leiks.  Mikið var undir þetta kvöld.   Úrslitin í Samverkstvímenningnum og Meistarakeppninni ultu á úrslitum kvöldsins.  Björninn var ekki unninn þetta kvöld, heldur vann Björninn þetta allt.   Þeir Eyjinn tóku kvöldið með 62,5% skori.   Örninn haukfráni og Sigga urðu í 2. sæti með 59,6% skor og 3ja sætissérfræðingarnir Sigurður og Torfi urðu svo í 3ja sæti með 56,4% skor.  Úrslitin og spilin má annars sjá hér.

Úrstlitin í Samverkstvímenningnum má svo sjá hér en með góðu skori á lokakvöldinu skutust peyjarnir, Bjössi og Eyji, upp fyrir glerharða trillukarlana, þá Torfa og Didda, sem voru fremur mjúkir en harðir það kvöldið.  Með mýktinni misstu þeir af toppsætinu sem þeir höfðu annars vermt lungað úr keppninni.    

Meistarakeppnin:

Framan af vetri virtust ráðherraefnin Halldór og Kristján eiga sigurinn vísan, enda voru þeir að spila fantavel.   Eftir því sem nær dró vordögum saxaðist sífellt meir á forskot þeirra og gríðarleg spenna hljóp í keppnina.  Þegar upp var staðið var Björn Dúason kominn á toppinn, í fyrsta og eina skiptið í vetur!   Húsvíkingurinn heljar vani toppaði sannarlega á réttum tíma.  Hann lauk keppni með 252 bronsstig og nafn hans fer því á farandbikarinn í fyrsta skipti.  Bankastjórarnir (Lands- og Kjöt-) komu í mark með 244 stig hvor.  Eyþór all létti, makker Börns, varð svo fjórði með 242 stig og hlýtur því hið óformlega sæmdarheiti; Besti makkerinn!  Halldór og Kristján enduðu svo í 4.-5. sæti með sín 228 stigin hvor, sem flest komu í hús framan af vetri.  

Bridgefélag Rangæinga þakkar öllum þeim sem komu á spilakvöld félagsins í vetur fyrir þátttökuna en þess má geta að 49 spilarar náðu í bronsstig á vetrinum.

Gleðilegt sumar!!!

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar