Kristján og Ásmundur efstir í Kópavogi
fimmtudagur, 4. apríl 2013
Í kvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagi Kópavogs og var spilað á 6 borðum. Kristján Snorrason og Ásmundur Örnólfsson sigruðu nokkuð örugglega með skor uppá 64,8%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Fimmtudaginn 11 apríl hefst þriggja kvölda Monrad-tvímenningur og nóg að mæta og skrá sig. Allir velkomnir.