Davíðsmót í Dölum vestur
laugardagur, 27. apríl 2013
Hið árlega Davíðsmót fór fram í Tjarnarlundi í Saurbæ í dag. Sautján pör mættu til leiks og spiluðu sjö umferðir eftir monrad, samtals 28 spil. Mótið hófst um hádegisbil með dýrindis kjötsúpu og brauði en síðan hófst spilamennskan sem var síðan stöðvuð um hálf fjögur með kaffi og kökuhlaðborði og síðan spilað til rúmlega fimm. Birna Lárusdóttir og Sturlaugur Eyjólfsson komu þarna í sína heimahaga og leið greinilega mjög vel við spilaborið því þau tóku forystuna strax í upphafi og héldu henni allt til loka. Öll úrslit má sjá hér.