Bridgesamband Austurlands
Vetrarstarfi Bridgesambands Austurlands lauk laugardaginn 6. apríl með Austurlandsmóti í sveitakeppni og aðalfundi sambandsins.
Austurlandsmótið fór fram á Egilsstöðum með þátttöku 10 sveita alls staðar úr landsfjórðungnum og víðar að. Langt er síðan þátttaka hefur verið svo góð á mótinu og standa vonir til að þetta mót marki nokkra uppsveiflu í briddslífi hér eystra. Annað sem vísar einnig í þá átt, er að nú hefur einmenningsmót Austurlands fest sig í sessi með Skjöldólfsstaði á Jökuldal sem spilastað og einnig var í vetur fyrsta fyrirtækjamót Austurlands haldið á Stöðvarfirði, sem einnig þótti heppnast mjög vel.
En úrslitin á mótinu urðu eftirfarandi.
Austurlandsmeistarar eru sveit Gistiheimilisins Borgar, en liðsmenn þeirrar sveitar eru Skúli og Bjarni Sveinssynir, Magnús Valgeirsson, Kári B Ásgrímsson og Jón Þór Kristmannsson.
Í öðru sæti urðu Haustaksmenn. Þar léku Pálmi og Stefán Kristmannssynir, Þorsteinn Bergsson, Þorvaldur Hjarðar og Magnús Ásgrímsson.
Í Þriðja sæti lenti svo sveit Vigfúsar Vigfúsarsonar. Með Vigfúsi spiluðu Jóhanna Gísladóttir, Auðbergur Jónsson og Hafsteinn Larsen.
Á aðalfundi BSA sem haldinn var 6. apríl var sú breyting á stjórn að Björn Hafþór Guðmundsson tók við forsetahlutverkinu af Jóni Halldóri Guðmundssyni. Aðrir með þeim í stjórn eru Bjarni Ingvarson, Magnús Valgeirsson og Þorsteinn Bergsson.
Með bridgekveðju að austan.
Jón Halldór Guðmundsson
fráfarandi forseti.