BH: Hrund Einarsdóttir vann Hraðsveitakeppnina!
þriðjudagur, 16. apríl 2013
Hrund Einarsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Ásgeir Ásbjörnsson og Hrólfur Hjaltson unnu 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH. Þau fengu 89 impa í plús. Í 2. sæti varð sveitin Miðvikudagsklúbburinn með 75 impa í plús. Í þeirri sveit spiluðu Guðlaugur Sveinsson, Baldur Bjartmarsson, Sveinn Þorvaldsson, Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson. Báðar efstu sveitir fengu rauðvín í verðlaun fyrir árangurinn.
Mánudaginn 22. apríl verður spilaður einskvölds monrad tvímenningur. Veitt verður rauðvín í fyrstu verðlaun. Þetta er jafnfram síðasta spilakvöld félagsins á þessu tímabili.