Úrslit úr HSK móti eldri borgara í Bridge
Fyrsta HSK mótið í bridds fyrir keppendur 67 ára og eldri var haldið í Selinu á Selfossi laugardaginn 16. mars sl. 14 pör tóku þátt og fyrstu HSK meistarar eldri borgara urðu þeir Helgi Guðmundsson og Pétur Skarphéðinsson.
Mótið fór vel fram og skemmtu spilarar sér hið besta í góðum félagsskap. Fólk hafði orð á því að keppnin væri komin til með að vera. Keppendur voru ánægðir með þetta framtak, sem Leif Österby á heiðurinn að, en hann og Svavar Hauksson sáu um undirbúning mótsins. Brynjólfur Gestsson stjórnaði mótinu af festu og myndarskap.
Röð | Par |
Stig |
1. |
Helgi Guðmundsson og Pétur Skarphéðinsson |
188 |
2. |
Kjartan Kjartansson og Sigfús Skúlason |
181 |
3. |
Ásgeir Gestsson og Guðmundur Böðvarsson |
180 |
4. |
Elín Kristmundsdóttir og Oddleifur Þorsteinsson |
179 |
5. |
Guðrún Einarsdóttir og Hreinn Ragnarsson |
168 |
6. |
Karl Gunnlaugsson og Jóhannes Sigmundsson |
167 |
7. |
Bjarni Sæberg Þórarinsson og Helga Haraldsdóttir |
162 |
8. |
Gunnar Gränz og Halldór Magnússon |
160 |
9. |
Sigurjón Guðbjörnsson og Guðlaug Birgisdóttir |
150 |
10. |
Gunnar Kristmundsson og Guðbrandur Kristmundsson |
148 |
11. |
Úlfar Guðmundsson og Hörður Thoraensen |
147 |
12. |
Svavar Hauksson og Leif Österby |
119 |
13. |
Árni Friðriksson og Leifur Eyjólfsson |
108 |
14. |
Greta Urban og Hrafnhildur Jóhannsdóttir |
89 |