Rangæíngar -- Sláttur á slátraranum
Slátrarinn og bankastjórinn tóku sig loks saman í andlitinu og lönduðu sannfærandi sigri í eins kvölds Barómeter sem spilaður var þriðjudaginn 5. mars. Til leiks mættu 16 pör og var spilaður 28 spila mondrad með 4 spilum milli para. Drengirnir náðu 67,6% skori en prestakallarnir, Kristján framsóknarforkólfur og Halldór, fyrrverandi sjálfstæðismaður, urðu í 2. sæti með 60,2% skor. Í 3. sæti urðu svo síkátir Selfyssingar, þeir Karl Björnsson og Símon Sveinsson, með 57,4% skor.
Votleg verðlaun voru veitt og var innihaldi tveggja bjórkassa dreift vítt og breitt um stigatöfluna.
Úrslitin og spilin má sjá hér
Nk. þriðjudag hefst svo 5 kvölda aðaltvímenningur félagsins, SAMVERKS-tvímenningurinn. Ekki er nauðsynlegt að mæta öll kvöldin en til að vera löggildir í keppninni þurfa menn að spila öll kvöldin. En hægt er að vera með kvöld og kvöld, ef fólk hefur ekki tök á að spila öll kvöldin. Allir velkomnir....alltaf!
Eins kvölds hlé verður þó gert á aðaltvímenningnum þann 25. mars, þriðjudaginn fyrir páska, en þá spilum við eins kvölds páskabarómeter, Krappabarómeterinn, með páskaeggjaverðlaunum.