Rangæíngar -- Sláttur á slátraranum

miðvikudagur, 6. mars 2013

Slátrarinn og bankastjórinn tóku sig loks saman í andlitinu og lönduðu sannfærandi sigri í eins kvölds Barómeter sem spilaður var þriðjudaginn 5. mars.   Til leiks mættu 16 pör og var spilaður 28 spila mondrad með 4 spilum milli para.   Drengirnir náðu 67,6% skori en prestakallarnir, Kristján framsóknarforkólfur og Halldór, fyrrverandi sjálfstæðismaður, urðu í 2. sæti með 60,2% skor.   Í 3. sæti urðu svo síkátir Selfyssingar, þeir Karl Björnsson og Símon Sveinsson, með 57,4% skor.   

Votleg verðlaun voru veitt og var innihaldi tveggja bjórkassa dreift vítt og breitt um stigatöfluna.

 Úrslitin og spilin má sjá hér

Nk. þriðjudag hefst svo 5 kvölda aðaltvímenningur félagsins, SAMVERKS-tvímenningurinn.   Ekki er nauðsynlegt að mæta öll kvöldin en til að vera löggildir í keppninni þurfa menn að spila öll kvöldin.   En hægt er að vera með kvöld og kvöld, ef fólk hefur ekki tök á að spila öll kvöldin.   Allir velkomnir....alltaf!

Eins kvölds hlé verður þó gert á aðaltvímenningnum þann 25. mars, þriðjudaginn fyrir páska, en þá spilum við eins kvölds páskabarómeter, Krappabarómeterinn, með páskaeggjaverðlaunum.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar