Páskamót BH 2013: Bjarni og Aðalsteinn sigurvegarar!
Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen skutust á toppinn á réttu augnabliki og tryggðu sér sigur í árlegu Páskamóti BH 2013,
Þeir enduðu með 57,6%. Í 2. sæti voru Magnús Eiður Magnússon og Sigurjón Helgi Björnsson með 56,5%. Þeir fóru í fyrsta skipti á toppinn í næst-síðustu umferð og virtust vera með hárrétta tímasetningu en réðu svo ekki við Aðalstein og Bjarna.
Það var mikil barátta um 3. sætið og munaði eingöngu 3 stigum á 3. og 6. sætinu. Jón Ingþórsson og Hlynur Angantýsson enduðu í 3ja sæti.
Næsta keppni BH er 2ja kvölda Hraðsveitakeppni sem byrjar mánudaginn 8. apríl . Allir spilarar eru velkomnir og vert er að taka fram að reiknaður verður út Butler.