Miðvikudagsklúbburinn: Kristján og Baldur unnu sér inn páskaegg!
fimmtudagur, 28. mars 2013
Kristján Snorrason og Baldur Bjartmarsson unnu sér inn sitthvort risa páskeggið á spilakvöldi hjá Miðvikudagsklúbbnum. Í 2. sæti var Runnalaufs-tvíeykið Þórður Þórðarson og Þorvaldur Pálmason og 3ja sætið varð hlutskipti Þorgerðar Jónsdóttur og Aðalsteins Jörgensen.
Árni Indriðason og Pétur Reimarsson voru dregnir út og fengu páskaegg.