Meistaratvímenningur hálfnaður á Suðurnesjum
miðvikudagur, 20. mars 2013
Meistaratvímenningurinn er hálfnaður og spennan í hámarki. Gunnar Guðbjörnsson og Lárus Óskarsson eru efstir. Næstir koma Grindvíkingarnir Ingvar Guðjónsson og Guðjón Einarsson eftir mjög gott annað kvöld.
Tekin verður pása á mótinu yfir páskana og verður spilaður eins kvölds páskatvímenningur næstan miðvikudag og svo heldur mótið áfram eftir það. Hvet alla til að mæta í páskatvímenninginn.