Eiður og félagar juku við forskotið
föstudagur, 15. mars 2013
Þriðja kvöldið af fjórum í hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs var spilað í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og hans sveitungar náðu besta skor kvöldsins, þriðju vikuna í röð, og eru nú með 161 stiga forskot á næstu sveit. Hörð barátta er síðan um næstu sæti þar á eftir. Öll úrslit og stöðu má sjá heimasíðu Bridgefélags Kópavogs