Eiður Mar rétt marði sigur með 12 stigum
föstudagur, 22. mars 2013
Hraðsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi. Eiður Mar Júlíusson og sveitungar hans náðu að landa sigri í keppninni þrátt fyrir vera með lægsta skor kvöldsins. Sveit Guðlaugs Bessasonar sótti hart að þeim en urðu að sætta sig við annað sætið með 12 stiga mun. Öllúrslit og lokastöðuna má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Næst er spilað fimmtudaginn fjórða apríl og verður þá spilaður eins kvölds tvímenningur.