BH: Magnús og Halldór unnu páskabutlerinn
fimmtudagur, 28. mars 2013
Magnús Sverrisson og Halldór Þorvaldsson unnu tveggja kvölda Páskabutler BH. Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson voru í 2. sæti og í 3ja sæti voru Pétur Sigurðsson og Ólafur Þór Jóhannsson.
BH heldur Páskatvímenning föstudaginn langa. Spilamennska byrjar kl. 17:00. Allir eru velkomnir.