BH: Hermann og Halldór með góða forystu eftir 1. kvöld af 2 í Páska Butler
mánudagur, 18. mars 2013
Hermann Friðriksson og Halldór Úlfar Halldórsson leiða eftir fyrsta kvöld af 2 í Páska Butler BH. Þeir eru 71 impa í plús. Næstir koma Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 52 impa og í 3ja sæti eru Guðlaugur Sveinsson og Baldur Bjartmarsson með 51 impa í plús.