Aðalsveitakeppni Br.Selfoss: Sveit Guðmundar Þórs vann á endasprettinum

föstudagur, 1. mars 2013

Keppni lauk í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss 28. febrúar. Leikar enduðu þannig að sveit Guðmundar Þórs sigraði með góðum endaspretti með 147 stig. Í öðru sæti varð sveit Gunnars Þ. og í þriðja sæti varð sveit Antons. Í sveit Guðmundar spiluðu auk hans þau Björn Snorrason, Ingibjörg Harðardóttir, Guðrún Bergmann, Sigfinnur Snorrason og Ríkharður Sverrisson.

Butlerinn vann Garðar Garðarsson með 1,32 impa, en hann spilaði bara 4 leiki. Í 2. sæti varð Guðmundur Þór Gunnarsson með 1,16 (eftir 8 leiki) og í 3. sæti varð Ingibjörg Harðardóttir með 0,82 (eftir 6 leiki).

Hér má finna öll úrslit, lokastöðuna og butlerinn úr öllum leikjum.

Ekki verður spilað fimmtudaginn 4. apríl hjá félaginu, en megnið af spilurum félagsins verða uppteknir við að spila Íslandsmót í sveitakeppni dagana á eftir. Næsta mót verður 3 kvölda tvímenningur, Íslandsbankatvímenningurinn, sem hefst fimmtudaginn 11. apríl. Skráning hjá Garðari í síma 844 5209 og hér á þessari síðu.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar