Sveit MS Selfossi Suðurlandsmeistarar
Suðurlandsmótið í sveitakeppni var spilað í Tryggvaskála á Selfossi nú um helgina. Átta sveitir tóku þátt í mótinu, og var keppnisstjóri Vigfús Pálsson. Suðurlandsmeistari varð sveit MS Selfossi með 141 stig, í öðru sæti varð Tryggvaskálasveitin með 137 stig og í þriðja sæti varð sveit Gísla og Hásetanna með 122 stig. Í sveit MS Selfossi spiluðu Garðar Garðarsson, Gunnar Þórðarson, Anton Hartmannsson, Pétur Hartmannsson, Stefán Garðarsson og Sigurjón Karlsson.
Efstir í butler urðu bræðurnir Anton og Pétur Hartmannssynir með 1,25, í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Þröstur Árnason með 1,18 og í þriðja sæti varð Vilhjálmur Þór Pálsson með 1,14. Þeir þrír síðasttöldu voru allir úr Tryggvaskálasveitinni. Af sveitunum 8 sem kepptu voru 4 að spila um rétt til að fara á Íslandsmótið í sveitakeppni og þar sem Suðurland átti einmit 4 sæti þá komust þær allar áfram. Þessar sveitir voru MS Selfossi, TM Selfossi, Billarnir og Sunnan 5.
Nánar má finna um öll úrslit mótsins ásamt butler og spilagjöf á þessari síðu hér .