Rangæingar -- Góðglaðir tóku gleði sína á ný!
žriðjudaginn 19. febrúar var 6. umferð sveitakeppninnar, af 7, leikin. Og ekki minnkaði spennan. Góðglaðir gestir hafa nú tekið gleði sína á ný, enda tylltu þér sér á toppinn með því að leggja Drengina og dísina að velli. Þeir eru nú með 105 stig, þremur stigum á undan Jóa og jólasveinunum sem eru með 102 stig. Eyji og peyjarnir eru svo í þriðja sæti með 101 stig. Þessar þrjár sveitir munu trúlega slást um sigurinn í keppninni í lokaumferðinni, þó ekki sé hægt að útiloka að Diddarnir og daman blandi sér í leikinn en sú sveit er nú í 4. sæti með 95 stig. Aðrir eru með minna og einhverjir talsvert mikið minna.
Butlerinn úr fyrri hálfleik má sjá hér og úr þeim seinni hér. Heildarstaðan í Butlernum er svo hér og staðan í sveitakeppninni hér.
Gaman er að segja frá því að 11 þátttakendur eru nú á bridgenámskeiði fyrir byrjendur, sem Bridgefélagið heldur í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands. 6 þessara nemenda mættu á spilakvöldíð í gær og spiluðu sömu spil og keppendur. Við bjóðum þessa verðandi félaga okkar velkomna og hlökkum til að fá þá til okkar á næsta kvöldi.