Kristján Snorra og Ásmundur Örnólfs eru tvímenningsmeistarar BK
fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Fjórða og síðasta kvöldið í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld. Kristján B Snorrason og Ásmundur K Örnólfsson náðu besta skori kvöldsins með 63,6% sem dugði þeim í efsta sætið samanlagt og eru þeir þvi Kópavogsmeistarar í tvímenningi 2013. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson urðu að sætta sig við annað sætið eftir að hafa leitt mótið lengst af. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs
Næsta keppni er hraðsveitakeppni og hefst hún fimmtudaginn 28 febrúar. Skráning hjá Hjálmari s. 898-3181 og Þórði s. 862-1794