Gísli og Leifur enn í forystu í Kópavogi
fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Þriðja kvöldið af fjórum í Aðaltvímenningi Bridgefélags Kópavogs var spilað í kvöld og hefur staðan á toppnum jafnast mikið og nú eru forystusauðirnir Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson með aðeins 56,1% skor. Í kvöld náðu Jón Páll og Guðmundur besta skorinu með 62,3% og Heimir og Árni Már voru með 61,1%. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kóavogs.
Keppninni lýkur næsta fimmtudag en þann 28 febrúar hefst svo hraðsveitakeppni.