Bridgefélag Selfoss: Sveit Gunnars Þ. efst eftir 6 umferðir

föstudagur, 22. febrúar 2013

Nú eru 6 leikir af 8 búnir í aðalsveitakeppni Bridgefélags Selfoss. Spilaðir eru 2 14 spila leikir á kvöldi.

Efstir í mótinu er sveit Gunnars Þ. með 122 stig, en hana skipa Gunnar Þórðarson, Garðar Garðarsson, Gísli Hauksson, Magnús Guðmundsson og Ríkharður Sverrisson. Í öðru til þriðja sæti eru síðan sveitir Guðmundar Þórs og Antons 101 stig.

 

Efstur í butler er Garðar Garðarsson er með 1,32 impa eftir 56, í öðru sæti eru Magnús Guðmundsson og Gísli Hauksson, báðir með 1,05 impa eftir 84 spil  og í þriðja sæti er Gunnar Þórðarson með 0,96 impa eftir 56 spil spil.

 

 Nánar um mótið, úrslit leikja, spilagjöf og butlerútreikning má finna á  þessari síðu. Athugið að það getur þurft að ýta á  Refresh  (F5) á síðunum til að sjá uppfærð úrslit (6 leikir búnir en ekki 4).

 

Sjöunda og síðasta umferðin í tölfuröðinni verður spiluð fimmtudaginn 28. febrúar og síðan verður dregin ein umferð af handahófi og mæta menn þá þeim andstæðingum aftur  í áttundu umferðinni.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar