Akureyrarmeistarar í sveitakeppni 2012!
miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Eftir að hafa samtals spilað 25 spil við hinar 6 sveitirnar í 30 leikjum urðu Akureyrarmeistarar með yfirburðum sveit Old Boys. Þeir voru með 19,4 stig að meðatali í leik! Í sveitinni spiluðu Pétur Guðjónsson, Stefán Ragnarsson, Sveinn Pálsson, Jónas Róbertsson og Grettir Frímannsson.
Í 2.sæti varð sveit Frímanns Stefánssonar (16,1 stig að meðaltali) og í 3. sveit Stefáns Vilhjálmssonar (14,9 stig að meðaltali).
Heildarstaðan og spilin eru hér
Næsta mót hefst þriðjudaginn 19.febrúar og er 3ja kvölda Góutvímenningur svo sjáumst þá!