Spilað á 14 borðum hjá BK; Gísli og Leifur efstir
fimmtudagur, 3. janúar 2013
Bridgeárið 2013 byrjar með miklum látum hjá Bridgefélagi Kópavogs því 28 pör mættu í þriggja kvölda Monrad-barómeter sem hófst nú í kvöld. Gísli Tryggvason og Leifur Kristjánsson hefja nýja árið eins og þeir luku því síðasta, með ríflega 60% skori í efsta sætinu. Keppnin heldur áfram næstu tvo fimmtudaga en öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs