Rangæingar -- Toppmaður efstur í TOPP16
Rangæingar hófu starfið á nýju ári með árlegum TOPP16 einmenning, þar sem 16 stigahæstu spilarar síðasta vetrar eiga þátttökurétt. Torfi trillukarl byrjaði með látum, tók strax forystuna og hélt henni fram í mitt mót en þá kláraðist kvótinn skyndilega. Erlendur Arnarhólsgoði leysti þá Torfa af hólmi og leiddi mótið um stund. Ekki þó lengi því Mikkelsen meðhjálpari úr prestakallaparinu fór um svipað leyti á stökk. Prest- og prestasjónlaus fór Mikkelsen mikinn og kláraði mótið á léttu brokki í toppsætinu. Kom inn á góðum tíma, 61,4% skori. Nýtt nafn verður því letrað á farandbikarinn góða sem Sláturhús Hellu hf. gaf árið 2008 til keppninnar. Sláturhúsið styður mótið að auki árlega með því að hver spilari fær saltkjötssoðningu með sér heim að loknu móti.
Innilega til hamingju með sigurinn kæri vinur!!
Úrslitin og spilin má sjá hér