Rangæingar -- Góðglaðir gestir byrja vel
miðvikudagur, 23. janúar 2013
Aðalsveitakeppni félagsins hófst þann 15. janúar. 8 sveitir mættu til leiks og raðar spilastjóri pörum saman í sveitir með það að markmiði að búa til sem jafnastar sveitir. Þó er sú undantekning á að ein gestasveit tekur þátt og hana skipar nýtt par með góðum gestum frá Selfossi.
Sveitn sú fer vel af stað og eftir 2 umferðir er hún efst með 45 stig en Drengirnir og dísin eru í 2. sæti með 38 stig. Þar á eftir eru svo Maggar og aðrir menn með 33 stig.
Butlerinn úr 2. umferð (fyrri hálfleik) má sjá hér og úr seinni hálfleik hér