Jón Páll og Guðmundur unnu Monradinn hjá BK
Nú er lokið þriggja kvölda Monradtvímenningi hjá Bridgefélagi Kópavogs. 28 pör háðu bráðskemmtilega keppni og var hart barist um verðlaunasætin síðasta kvöldið. Jón Páll Sigurjónsson og Guðmundur Pálsson höfðu ríflega 7 prósenta forystu og gátu leyft sér að vera í sautjánda sæti síðasta kvöldið en unnu samt. Freyja Sveinsdóttir og Elín Jóhannsdóttir sem hófu að mæta aftur í haust eftir nokkurra ára hlé gerðu sé lítið fyrir og tóku annað sætið samanlagt. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Ekki er spilað næsta fimmudag vegna Bridgehátíðar en Aðaltvímenningur hefst fimmtudaginn 31 janúar. Skráning er hjá Hjálmari s. 898-3181 og einnig í thorduring@gmail.com