Jón Páll og Guðmundur tóku forystuna í Kópavogi
fimmtudagur, 10. janúar 2013
Þriggja kvölda Monrad-tvímenningur hélt áfram hjá Bridgefélagi Kópavogs í kvöld. Jón Páll Sigurjónsson og Guðmundur Pálsson áttu besta skor kvöldsins og tóku einnig afgerandi forystu samanlagt. Öll úrslit og stöður má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Síðasta kvöldið verður síðan spilað næsta fimmtudag.