Bridgefélag Selfoss: Runólfur og Hrannar HSK meistarar 2013
HSK mótið í tvímenningi var haldið í Tryggvaskála á Selfossi
fimmtudaginn 3. janúar sl. Í mótinu tóku 20 pör þátt og spiluðu11
umferðir með 4 spilum á milli para, Monrad röðun, alls 44 spil.
Eins og vera ber þá var ungmennafélagsandinn í hávegum hafður.
Sigurvegarar urðu Runólfur Þór Jónsson og Hrannar Erlingsson með
59,2% skor. Þeir eru hér ásamt Garðari Garðarssyni sem afhenti
verðlaunin:
Nánar um úrslitin, öll spil og skor fyrir þau ásamt persónulegu skorblaði fyrir öll pör og fleiri myndum má finna á þessari síðu hér.
Næsta mót hjá félaginu er 3 kvölda butler-tvímenningur, sem verður spilaður 10. 17. og 31. janúar, og er skráning í hann hér á þessari síðu.