Bernódus og Ingvaldur með 70% eftir fyrsta kvöld
fimmtudagur, 31. janúar 2013
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hófst í kvöld þegar spilað var fyrsta kvöldið af fjórum. Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson náðu flgúgandi starti því þeir eru með 70% skor eftir fimm umferðir af 23 í mótinu öllu. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs