AÐALTVÍMENNINGUR BK AÐ HEFJAST
miðvikudagur, 30. janúar 2013
Aðaltvímenningur Bridgefélags Kópavogs hefst næsta fimmtudag, 31 janúar. Spilaður verður fjögurra kvölda barómeter, allir við alla. Spiluð verða á bilinu 25-30 spil hvert kvöld en það fer eftir fjölda para og fjölda umferða.
Þau pör sem eru ákveðin í að taka þátt eru beðin um að skrá sig sem fyrst þannig að fjöldi para verði ljós. Skráning hjá Hjálmari s. 898-3181 og Þórði s. 862-1794
Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra að Fannborg 8 og byrjað kl. 19:00